
Algengar spurningar
Hvenær sé ég árangur?
Árangurinn fer eftir markmiðum og hve mikið panilinn er notaður. Margir finna fyrir orkuaukningu, minni verki og endurheimt tiltölulega fljótt. Hinsvegar tekur lengri tíma að fá kerfisbudinn ávininnig eins og t.d. bætta hormónastarfsemi, aukin svefngæði og unglegri húð, sem getur tekið 8-12 vikur af reglulegri notkun. Að nota tækið daglega hámarkar árangur og endurheimt.
Á ég að nota sólarvörn fyrir rauðljósameðferð?
Það þarf ekki að nota sólarvörn fyrir rauðljósameðferð. Það er vegna þess að skaðlegu bylgjurnar sem elda okkur eru útfjólubláu geislarnir sem eru á bylgjulengdinni 10-380nm. Ljósageislarnir sem koma úr tækinu eru á hinum endanum á rafsegulrófinu og eru infrarauð sem hefur verið sannað öruggt og heilsubætandi.
Hefur rauðljósameðferð áhrif á lyfjameðferðina mína?
Rauðljósameðferð hefur ekki aðeins verið sannað öruggt, heldur líka áhrifaríkt. Með því sögðu, ef þú notar ljósfælnu lyfin: Tetracycline, Digoxin, Retin A, og/eða önnur ljósfælin lyf þá mælum við með því að tala við lækni.
Hvernig á ég að byrja meðferðinni og hvernig næ ég besta árangur?
1. Komdu þér þægilega fyrir.
2. Settu tækið í samband. Það er hægt að velja úr rauðljósameðferð, infrarauða meðferð eða bæði samtímis fyrir hámarks árangur.
3. Stilltu tímann og styrkleika.
4. Njóttu ávinninginn.
5. Að lokinni meðferð slekkur þú á tækinu og nýtur ávinningana sem fylgja reglulegri rauðljósameðferð.
Til þess að ná góðum árangri er mælt með að vera um 15-20cm frá tækinu og láta tækið skína á bert skinn í 10-20 mínútur 3-4 sinnum í viku. Þó má nota tækið daglega fyrir bestan árangur.